
Um hlaupadagskra.is
Af hverju nýr hlaupavefur?
Á hlaupadagskra.is er nú að finna heildarlista allra staðfestra og óstaðfestra hlaupa á Íslandi. Grunn hugmyndin er að taka saman í einföldum lista allar lykilupplýsingar úr öllum viðburðum sem kalla má hlaupaviðburði hvort sem þeir eru löggild keppnishlaup á götu, ITRA utanvegahlaup eða bara skipulögð styrtarhlaup fyrir góðan málstað.
Hlaupin eru flokkuð niður, vísað er á frekari upplýsingasíður, skráningarsíður og samfélagsmiðla eftir því sem við á. Þessi fyrsta útgáfa síðunnar er ekki frábær en þó að minnsta kosti með tæmandi með upplýsingar um alla hlaupatengda viðburði árið 2025 sem eru ógnar margir.
Markmiðið okkar með hlaupadagskra.is er uppfylla ósk hlaupara að sjá öll hlaup yfir árið á einum stað og getað leitað og filterað á aðgengilegan máta. Hlaup eru merkt “staðfest, skráning hafin” og slíkt ef viðburðarhaldarar hafa tilkynnt slíkt en “Óstaðfest” eða “ þangað til það liggur fyrir rétt tímasetning eða hlaup verður ekki haldið.
Vefnum er haldið uppi af tveimur hlaupurum af hlaupaástríðu án beinar tengingar við tiltekin fyrirtæki eða viðburði og því er stuðningur hlaupasamfélagsins mikilvægur. Þeir Óskar Þór og Tommi ganga stundum undir nafninu "stuttbuxnabræður" enda eru þeir auðþekkjanlegir á stuttxuxunum allt árið.

