top of page
20190912_170646.jpg

Hlaupaferð til Sviss 2026

Hlaupaferð til Kandersteg í Svissnesku Ölpunum með hlaupadagskra.is dagana 3. - 9. september 2026. Komdu með og upplifðu Svissnesku alpana eins og þeir gerast bestir.


Sala í ferðina hefst í janúar. Forskráningar tryggja pláss.

Kandersteg séð frá Höhe

Kandersteg - Svissnesku Alparnir

Kandersteg er fjallaþorp í Bernese Oberland svæðinu í Sviss í um 1200m hæð. Kandersteg er sannkölluð útivistarparadís þar sem hægt að ganga ótal leiðir um stórbrotið alpaumhverfi. Í þessari náttúruperlu Sviss er meðal annars hægt að heimsækja hið undurfagra Oeschinensee, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, og heimsækja Blausee. Svæðið er þekkt fyrir ríka sögu í fjallgöngum og alpaklifi sem gaman er að kynna sér og upplifa um leið töfrandi fegurð svissnesku Alpanna.

 

Þessa ferð er einnig hægt að aðlaga að minni eða stærri hópum, svo sem hlaupahópum.

Lykilupplýsingar

agongu.jpg
Fyrir hverja er ferðin?

Ferðin er miðlungskrefjandi og þarf fólk að vera í góðri þjálfun til að þola að vera lengi á fótum nokkra daga í röð. Æskilegar æfingar eru fell og fjöll svo sem Úlfarsfell, Esja því fæstir stígar í Ölpunum geta talist flatir.

Í ferðinni eru fjórir hlaupadagar og einn frjáls dagur. Hlaupaleiðirnar eru frá 10-20km með allt að 1.100m hækkun. 

Þau sem það kjósa geta sleppt hlaupadegi og notið þess sem Kandersteg hefur upp á að bjóða. Eins verður einn frjáls dagur sem fólki gefst kostur á að verja að vild, m.a. er hægt að leigja sér hjól eða fara í göngutúr á eigin vegum, skella sér í Rundbahn og ViaFerrata eða taka lest til nálægra borga og bæja eins og Spiez, Interlagen eða Bern.

All skipulag ferðarinnar miðast út frá að hver dagur hefjist og endi við hótelið. 

Þrír hlaupadagar hefjast á því að farið er upp í fjallasal með kláfi. Þar er hlaupinn hringur og síðan niður í bæinn. Mögulegt er að stytta dagleiðirnar með því að taka kláfinn niður aftur. Einn hlaupadaginn er hlaupið niður fjalladalinn frá Hótelinu.

Ferðatilhögun

Ferðin hefst í Kandersteg 3.sept og er fyrsti hlaupadagur 4.sept. 
Algengast er að flogið sé til Zurich t.d. 3.sept. Aðrir nálægir flugvellir eru Basil, Genf og Milano. Almennissamgöngur og lestar eru góðar. Best er að kaupa lestarmiða með SBB og halda utan um miðana í appi.

Ferðafélagar sem ekki hlaupa velkomnir

Velkomið er að taka með sér ferðafélaga sem ekki ætlar að hlaupa. Ferðafélagar geta komið með í kláfinn að morgni og farið í eigin göngutúra eða afþreyingu svo sem fjallahjól og farið aftur niður í kláfnum þegar þeir vilja. Slíkir ferðafélgar geta fengið góðar leiðbeiningar um gönguleiðir og afþreyingu frá fararstjórum fyrir hvern dag. Sama gjald er fyrir alla í ferðina.
 

Um ferðina

Farastjórn

hotel-park.jpg

Belle Epoque Hotel Victoria

Gist verður í double room á glæsilegu hóteli í Kandersteg allar næturnar og er morgunmatur innifalinn. Hotel Victoria  Kandersteg (hotel-victoria.ch) er virðulegt hótel í miðju bæjarins með innilaug, sauna og spa ásamt veitaringarstaðar og bars. Morgunverðarhlaðborð er innifalið.


Mögulegt er að uppfæra double-room upp í "suite" fyrir samtals 60 þús.  Hægt er að athuga með einstaklingsherbergi ef þörf er á.

 

Útsýni fjallasalsins er alveg magnað og verður ferðin ógleymanlegt ævintýri. Áherslan verður á að njóta og verja deginum saman í grænni náttúru, fallegum fjallasölum við himinblá vötn og vegi.

Verð og innihald

Verðskrá 2026:

  • Kynningarverð fyrir fyrstu ferð 2026: 230,000.-

  • Verð með uppfærslu á herbergi (suite): 290.00.-

  • Staðfestingargjald 65,000  (ekki endurgreiðanlegt eftir að ferðin er staðfest en nafnabreyting heimil)

Innifalið í verði:

  • Gisting í 6 næstur í double room með morgunmat á 3 stjörnu alpa hóteli

  • 4 hlaupadagar að meðaltali 4-6 tímar

  • Sameiginlegur lokakvöldverður

  • Fararstjórn

  • Miði í 3 kláfa og Blaasee aðgangsmiði

  • Strætófargjald frá Blaasee á Hótel

  • Undirbúningsfundur með fararstjórum

  • Handbók um Kandersteg og nálæg svæði

  • 360° myndband af ferðinni á Youtube

Ekki innifalið í verði:

  • Flug til Sviss

  • Ferðir til og frá flugvelli til Kandersteg

  • Bílastæði við Hótel

  • Máltíðir sem ekki eru taldar upp

  • Afþreying á hvíldardegi

  • Alpatrygging björgunarsveita (https://www.rega.ch/ mjög æskilegt en ekki skylda)

  • eSim eða gagnamagn fyrir snjalltæki (Sviss er ekki í reiki samningi EU)

  • Ferðakostnaður annar en tekinn fram

  • Önnur þjónusta sem ekki er tekin fram

20250807_110924.jpg

Dagur 1: Oeschinensee

Föstudagur 4. sept
Gengið/Skokkað frá hóteli að Kláfi ca 700m. Hlaupið upp á efri brún fyrir ofan vatn að fjallaskála, síðan niður að vatni þar sem stoppað er í klukkutíma og hægt að gæða sér á ýmiskonar veitingum í fjallaskála.  Síðan hlaupið niður eftir á hótel. 
Vegalengd 12km. Hækkun 380m. Lækkun 800m

20240704_173125.jpg

Dagur 2: Sonnbühel og Gasterntal

Laugardagur 5. sept
Gengið, skokkað eða strætó að kláfi inni í dal. 3km. Hlaupið hring um Sonnbühel og upp að Berhoteli Schwarenbauch þar sem er stoppað og hægt að fá sér kaffi og meððí. Síðan niður fjallaeinstigi eftir ógnar fagri leið  í Gasterntal skóg  áður en haldið er áfram niður í Kandersteg og til baka . 
Vegalengd 17km. Hækkun 380m. Lækkkun 900m. Hægt að stytta í 10km.

20230624_133957.jpg

Dagur 3: Blausee

Sunnudagur 6. sept
Hlaupið af stað frá hóteli upp á Höhe útsýnisstaðinn yfir Kandersteg. Síðan hlaupið niður dalinn eftir ánnni að Blausee þar sem hægt er að eyða restinni af deginum og nóta í frábærum “skemmti”náttúrugarði innan um fiska og leiksvæði. Strætó tekinn heim eða hlaup fyrir áhugasama hinum megin við ána. 
Vegalengd 9.5km. Hækkun 209m. Lækkun 500m.

20230629_131129.jpg

Dagur 4: Frídagur

Mánudagur 7. sept
Fólki gefst kostur á að verja að vild, m.a. er hægt að leigja sér hjól eða fara í göngutúr á eigin vegum, skella sér í Rundbahn, ViaFerrata eða taka lest til nálægra borga og bæja eins og Spiez, Interlagen eða Bern.

20230626_150736.jpg

Dagur 5: Alpschelehubel

Þriðjudagur 8. sept
Gengið/Skokkað að kláfi frá hóteli, ca 1,5km. Fallegur fjallasalur skoðaður með beljur á beit. Farið upp á hæsta punkt ferðarinnar við Alpschelehubel í 2200m hæð. Skokkað niðureftir gegnum langan dal og niður í Kandersteg að hóteli.
Vegalengd 15km. Hækkun 589m. Lækkun um 1000m. 

Fyrirspurnir varðandi ferðina er hægt að senda á oskar@hlaupadagskra.is

© 2025 - the website is maintained by Stuttbuxnabræður and 360°Runs Iceland in connection with a crowdfunding project at Karolinafund.com.

Contact: oskar@emma.is

bottom of page