Hlaupaverslun

Utanvegahlaup skafkort
Utanvegahlaupakortið er fallegt og hvetjandi skafkort (í stærð A2) sem inniheldur öll íslensk utanvegahlaup ársins sem raðað er eftir tímaröð og landshlutum.
Á kortinu eru 42 utanvega hlaup af öllum stærðum og gerðum, hvert með sínu sérhannaða merki, falið bak við silfur-skafreit.
Verð: 8990kr m.vsk. (+ 990kr. DROPP sending)

Hlaupaferð í Svissneska Alpana - september 2026
Komdu með til Kandersteg í Sviss með hlaupadagskra.is dagana 3.-9. september 2026 og upplifðu Svissnesku alpana eins og þeir gerast bestir. Kandersteg er sannkölluð útivistarparadís þar sem hægt að ganga ótal leiðir um stórbrotið alpaumhverfi. Í ferðinni eru fjórir hlaupadagar og einn frjáls dagur. Hlaupaleiðirnar eru frá 10-20km með allt að 1.100m hækkun.
